Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   fim 09. mars 2023 23:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Jong: Vissi alltaf að ég yrði áfram hjá Barcelona
Mynd: Getty Images

Frenkie de Jong miðjumaður Barcelona virðist ekki vera að fara neitt ef marka má það sem hann sagði í viðtali við spænska miðilinn Esports RAC1.


„Ég var rólegur síðasta sumar þar sem ég vissi að ég yrði áfram hjá Barcelona, ég skipti aldrei um skoðun. Mig dreymdi alltaf um að spila fyrir Barcelona og ég vil ná árangri hérna," sagði De Jong.

De Jong var mikið orðaður við Manchester United síðasta sumar en Barcelona féll einmitt úr leik í Evrópudeildinni eftir tap gegn enska liðinu.

„Við verðum að gera betur í Evrópu á næstu leiktíð. Nýja leikkerfið hentar mér, ég er að spila meira miðsvæðis, þar sem mér líður best. Ég hef meira frjálsræði," sagði De Jong.


Athugasemdir
banner
banner
banner