Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 09. mars 2023 14:06
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópur Íslands opinberaður á miðvikudag
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmaður hans, Jóhannes Karl Guðjónsson.
Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmaður hans, Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir tvær vikur, fimmtudaginn 23. mars, hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

Í gær var hópur Bosníu tilkynntur en á miðvikudaginn í næstu viku verður íslenski hópurinn opinberaður. Daginn eftir mun Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari svo veita viðtöl um hópinn.

Eins og fjallað hefur verið um hér á Fótbolta.net eru margir af landsliðsmönnum Íslands funheitir um þessar mundir. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var valinn í lið umferðarinnar í Tyrklandi og margir af sóknarleikmönnum okkar hafa reimað á sig markaskóna.

Það er því nokkur samkeppni um sæti í hópnum og í ljósi þess möguleika sem riðillinn hefur upp á að bjóða er meiri spenna fyrir því hvernig hópurinn mun líta út en oft áður.

Sjá einnig:
Svona gæti byrjunarliðið gegn Bosníu litið út



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner