Eftir tvær vikur, fimmtudaginn 23. mars, hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Í gær var hópur Bosníu tilkynntur en á miðvikudaginn í næstu viku verður íslenski hópurinn opinberaður. Daginn eftir mun Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari svo veita viðtöl um hópinn.
Eins og fjallað hefur verið um hér á Fótbolta.net eru margir af landsliðsmönnum Íslands funheitir um þessar mundir. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var valinn í lið umferðarinnar í Tyrklandi og margir af sóknarleikmönnum okkar hafa reimað á sig markaskóna.
Það er því nokkur samkeppni um sæti í hópnum og í ljósi þess möguleika sem riðillinn hefur upp á að bjóða er meiri spenna fyrir því hvernig hópurinn mun líta út en oft áður.
Sjá einnig:
Svona gæti byrjunarliðið gegn Bosníu litið út
Leikmannahópur A landsliðs karla fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024 við Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein verður opinberaður miðvikudaginn 15. mars. #afturáEM pic.twitter.com/3o798ZNanm
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 9, 2023
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir