Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. mars 2023 09:27
Elvar Geir Magnússon
Ratcliff og Jassim boðaðir á kynningu á Old Trafford
Old Trafford, heimavöllur Manchester United.
Old Trafford, heimavöllur Manchester United.
Mynd: Getty Images
Þeim aðilum sem gætu keypt Manchester United og mögulegum fjárfestum hefur verið boðið á Old Trafford til að fá kynningu frá háttsettum starfsmönnum félagsins.

Þar á meðal hafa fulltrúar Sir Jim Ratcliffe og Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani frá Katar fengið boð. Þeir tveir eru taldir líklegastir til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið.

Hluti af kynningunni mun fara í það hvernig félagið gæti aflað meiri tekna. Mögulegir kaupendur hafa þegar fengið aðgang að upplýsingum um leikmanna- og styrktarsamninga.

Fulltrúar Ratcliffe munu mæta í enda næstu viku en ekki hefur verið staðfest hvort breski auðkýfingurinn muni sjálfur vera viðstaddur. Sjeik Jassim og hans menn munu einnig fá kynningu í næstu viku og þeir fjárfestar sem hafa sýnt áhuga á að koma inn.

Þegar kynningunum er lokið mun Raine Group, sem sér um söluna, líklega fara fram á endurskoðuð tilboð.

Upphaflega var markmiðið að vera búið að selja félagið í lok þessa mánaðar en mjög ólíklegt er að það náist. Það er enn óvissa um hvort Glazer fjölskyldan muni selja félagið á endanum en sagt er að innan hennar sé ekki allir aðilar sammála. Talað hefur verið um möguleika á því að fjárfestar komi inn í félagið en Glazer haldi áfram að eiga ráðandi hlut.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner