Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
banner
   þri 09. apríl 2024 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Englendingarnir bestir
Phil Foden með verðlaunin eftir leik
Phil Foden með verðlaunin eftir leik
Mynd: Getty Images
Harry Kane og mörk fara vel saman
Harry Kane og mörk fara vel saman
Mynd: Getty Images
Harry Kane og Phil Foden voru bestu mennirnir í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en það er Sky Sports sem sér um valið.

Harry Kane skoraði annað mark Bayern í 2-2 jafnteflinu gegn Arsenal á Emirates. Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel var í miklu basli með hann og gerði Englendingurinn bara nokkuð vel gegn einu besta liði Evrópu.

Kane fær 8 í einkunn eins og liðsfélagi hans, Leroy Sané. Leandro Trossard og Gabriel Jesus áttu góða innkomu af bekknum hjá Arsenal og sáu til þess að jafna leikinn í síðari.

Arsenal: Raya (6), White (7), Saliba (5), Gabriel (6), Kiwior (5), Jorginho (6), Rice (6), Saka (7), Odegaard (7), Martinelli (6), Havertz (7).
Varamenn: Zinchenko (6), Trossard (7), Jesus (7), Partey (6).

Bayern Munich: Neuer (6), Kimmich (6), De Ligt (6), Dier (7), Davies (6), Laimer (7), Goretzka (7), Sane (8), Musiala (7), Gnabry (7), Kane (8).
Varamenn: Coman (6), Guerreiro (6).

Phil Foden var þá bestur í 3-3 jafntefli Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu. Foden skoraði stórbrotið mark í síðari hálfleiknum og hefur í raun verið að spila frábærlega allt tímabilið.

Hann fær 8 frá Sky eins og Vinicius Junior í liði Madrídinga.

Real Madrid: Lunin (5), Carvajal (6), Tchouameni (6), Rudiger (7), Mendy (6), Valverde (7), Kroos (6), Camavinga (7), Bellingham (6), Vinicius Jnr (8), Rodrygo (7).
Varamenn: Modric (7), Diaz (6).

Man City: Ortega (6), Akanji (5), Gvardiol (7), Dias (6), Stones (6), Rodri (6), Kovacic (6), Silva (7), Foden (8), Haaland (6), Grealish (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner