Elísa er sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalin er hjá FH og hefur leikið með liðinu allan sinn feril. Hún á að baki 111 leiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað 28 mörk.
Hún á að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði í þeim sjö mörk og hefur einnig spilað tvo leiki fyrir U23 landsliðið. Í dag sýnir Elísa á sér hina hliðina.
Hún á að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði í þeim sjö mörk og hefur einnig spilað tvo leiki fyrir U23 landsliðið. Í dag sýnir Elísa á sér hina hliðina.
>b>Fullt nafn: Elísa Lana Sigurjónsdóttir
Gælunafn: Lísa eða Lana
Aldur: verð tvítug á árinu
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti meistaraflokks leikur samkvæmt KSÍ er árið 2020 þegar ég kem inn á á móti Breiðablik, ekkert minnisstætt úr þeim leik.
Uppáhalds drykkur: Sykurlaust Appelsín
Uppáhalds matsölustaður: Golfskálinn Keilir á sumrin er next level
Uppáhalds tölvuleikur: Er ekki mikið í því, en viðurkenni átti það til að spila einn og einn Fortnite leik þegar það var aðalmálið
Áttu hlutabréf eða rafmynt: ...
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ný búin með Prison Break, sturlun
Uppáhalds tónlistarmaður: Frikki Dór er minn maður
Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið
Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Vísir og .net deila þessu
Fyndnasti Íslendingurinn: Pabbi minn (grjonaldo) og Dagur markmannsþjálfari eru með fyndnari mönnum sem ég hef kynnst
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sendi á ömmu mína til hamingju með daginn, hún svaraði svona „Gaman að heyra frá þér elsku Elísa mín og takk fyrir fallega kveðju mundu þú verður alltaf ömmu stelpan mín."
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mætti Vicky Lopez í U-17 landsleik hún var góð
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hlynur Eiríks hefur hjálpað mér mikið og Hjörtur Hinriks er góður í því sem hann gerir.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Andrea systir mín á æfingum getur verið helvíti erfið, en hún er svo sem ágæt fyrir utan það
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Hef alltaf litið upp til foreldra minna, og dáist af dugnaðinum og ósérhlífninni í litla bróðir mínum honum Brynjari Narfa Arndal.
Sætasti sigurinn: Mér þykir rosa vænt um bikarameistaratitilinn í 3. flokki.
Mestu vonbrigðin: Brotna illa á æfingu korter í EM U-19 og undanúrslitum í mjólkurbikar.
Uppáhalds lið í enska: United (því miður)
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi vilja fá Andreu Mist aftur í krikann, leit mikið upp til hennar.
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Ingibjörg Magnúsdóttir.
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Einar Bragi Aðalsteinsson á sínum tíma í Blikum en spilandi í dag, myndi ég gefa mági mínum Gísla Gotta þetta.
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Andrea Marý Sigurjónsdóttir er helvíti sæt enda systir mín.
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Hef alltaf verið mikil Ronaldo og Beckham kona.
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Væri gaman að ef mótherjinn fengi að velja vítaskyttur fyrir hitt liðið í vítaspyrnukeppni, eða bara golden goal og hætta þessu vítakeppnis rugli.
Uppáhalds staður á Íslandi: Fyrir utan Krikann er Akureyri mitt annað heimili.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Klappaði einu sinni í átt að dómara í Lengjubikarnum og fékk að líta rauða spjaldið, kannski ekki skemmtilegt í mómentinu en það er hægt að hlægja af þessu í dag.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei er ekki með neina hjátrú
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mikill handbolti í minni fjölskyldu
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu, takmarkaðan áhuga á henni.
Vandræðalegasta augnablik: Vandræðalegt og skömmustulegt að tapa á móti Haukum.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ætli ég myndi ekki bjóða stemningskonuna Snædísi Maríu velkomna, Andreu systir og Hildigunni Ýr, rosalegur bakari. Svo myndi ég líka gera mikið fyrir það að fljúga Andreu Rán í dinner.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Andrea Rán í klefanum í fyrra, ómetanleg
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Margrét Brynja væri bombshell í Love Island hún myndi shake things up in the villa.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Vita það ekki margir en ég var þjóð þekktur makeup artist í 7 bekk.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Var ekki mikill fan af Írisi og Kötlu áður en þær komu í Krikann, en nú í dag orðin mikill fan, algjörar drottningar.
Hverju laugstu síðast: Hef ekki hugmynd, líklega að ég væri lögð af stað en var það svo ekki
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Það er þreytt þegar þeir bræður henda okkur á línuna.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Græið ykkur nýju treyjuna og mætið í Krikann að styðja ykkar fólk.
Athugasemdir