mið 09.apr 2025 16:00 Mynd: Fótbolti.net - J.L. |
|

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 7. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að FH muni enda í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. FH verður efsta liðið í neðri hlutanum ef spáin rætist.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. FH, 47 stig
8. Fram, 25 stig
9. FHL, 19 stig
10. Tindastóll, 16 stig
Um liðið: FH hefur fest sig í sessi í Bestu deildinni og náð að komast í efri hlutann síðustu tvö tímabil eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni. FH var spáð tíunda sæti á fyrsta tímabili eftir að þær komu upp en þær voru fljótar að afsanna þá spá. Í fyrra var niðurstaðan sjötta sæti en það gekk ekki nægilega vel eftir að deildin skiptist. Meiðsli hrjáðu FH-liðið mikið og það truflaði þær. Núna er vonast til að leikmenn haldist heilir og það verði tekin skref fram á við í Kaplakrika frá því í fyrra. Þær ætla að afsanna þessa spá.
Þjálfararnir: Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir stýra skútunni í sameiningu og hafa gert það síðustu árin. Þeir vinna afskaplega vel saman og hefur það sést á árangri liðsins á undanförnum árum. Guðni tók við sem aðalþjálfari FH árið 2018 og er með mikla reynslu í starfinu. Hlynur kom svo inn í teymið tímabilið 2020. Þeir eru báðir með mikið FH-hjarta og brenna fyrir félagið. Undir þeirra stjórn hefur FH byggt upp skemmtilegan leikstíl og góðan grunn fyrir framhaldið.
Álit Magga
Magnús Haukur Harðarson, fyrrum þjálfari Fjölnis, er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu deild kvenna. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.
Það sem hafði alltaf vantað hjá FH
Stöðugleiki í efstu deild er það sem hafði alltaf vantað hjá FH liðinu og hafa bræðurnir heldur betur náð upp þeim stöðugleika. Liðið stendur á smá krossgötum því það hefur vantað að taka næsta skref fram á við og gera atlögu að efstu sætunum í deildinni."
„Árangur yngri flokka hefur verið frábær síðustu ár og munum við sjá mikið af FH stelpum stíga sín fyrstu skref í efstu deild sem er alltaf gleðiefni. Liðið hefur verið að styrkja sig varnarlega núna síðustu vikurnar fyrir mót en mínar áhyggjur eru af sóknarleik liðsins því eins og staðan er í dag sé ég engan leikmenn skora meira en fimm mörk sem er oftast uppskrift af mikilli fallbaráttu."
„Liðið kann sína rútínu og er vel þjálfað en það er þeirra helsti styrkleiki,það þarf að ná upp stemmingu og fólk þarf að mæta á völlinn og styðja við bakið á þeim. Það eru RISAR í liðinu og það mun koma liðinu langt."
Lykilmenn: Arna Eiríksdóttir og Katla María Þórðardóttir
Arna er að fara inn í sitt þriðja tímabil með FH en hún kom alfarið til félagsins frá Val fyrir síðustu leiktíð og skrifaði þar undir þriggja ára samning. Hún hefur burði til að vera einn besti varnarmaðurinn í þessari deild. Hún er strax orðin fyrirliði FH þrátt fyrir að hafa ekki verið þarna lengi og mun skipta skökum í agressívum leikstíl Fimleikafélagsins. Katla María gekk í raðir FH fyrir stuttu eftir að hafa leikið með Örebro í Svíþjóð. Hún hefur komið vel inn í þetta og það eru miklar vonir bundnar við hana fyrir sumarið.
Gaman að fylgjast með: Thelma Karen Pálmadóttir
Það eru margir mjög svo efnilegir leikmenn í FH sem verður virkilega gaman að fylgjast með í sumar og þar fer Thelma Karen fremst í flokki. Hávaxinn leikmaður með mikil gæði. Hún er svo sannarlega landsliðskona framtíðarinnar og það á við fleiri leikmenn í liðinu. Til dæmis Jónínu Linnet í vörninni. Thelma er fædd 2008 og Jónína er fædd 2007, en þær munu líklega fá stór hlutverk í liðinu í sumar. Tvær sem gætu algjörlega sprungið út í sumar.
Komnar:
Katla María Þórðardóttir frá Svíþjóð
Hildur Þóra Hákonardóttir frá Breiðabliki
Deja Sandoval frá FHL
Maya Lauren Hansen frá Bandaríkjunum
Íris Una Þórðardóttir frá Þrótti (var á láni hjá Fylki)
Farnar:
Anna Nurmi til Finnlands
Hanna Kallmaier til Keflavíkur
Thelma Lóa Hermannsdóttir til Bandaríkjanna
Hanna Faith Victoriudottir til Aftureldingar
Selma Sól Sigurjónsdóttir í Hauka
Bryndís Halla Gunnarsdóttir í Hauka
Berglind Þrastardóttir í Hauka
Hildur María Jónasdóttir í Fram
Halla Helgadóttir í Fram
Anna Rakel Snorradóttir í Grindavík/Njarðvík
Rannveig Bjarnadóttir
Rakel Eva Bjarnadóttir á láni í HK
Samningslausar:
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (2003)
Breukelen Woodard (1999)
Sóley Arna Arnarsdóttir (2006)
Fyrstu fimm leikir FH:
16. apríl, Valur - FH (N1-völlurinn Hlíðarenda)
22. apríl, Fram - FH (Lambhagavöllurinn)
27. apríl, FH - FHL (Kaplakrikavöllur)
3. maí, Þór/KA - FH (AVIS völlurinn)
9. maí, FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Anton Freyr Jónsson, Brynjar Óli Ágústsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Mist Rúnarsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. FH, 47 stig
8. Fram, 25 stig
9. FHL, 19 stig
10. Tindastóll, 16 stig
Um liðið: FH hefur fest sig í sessi í Bestu deildinni og náð að komast í efri hlutann síðustu tvö tímabil eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni. FH var spáð tíunda sæti á fyrsta tímabili eftir að þær komu upp en þær voru fljótar að afsanna þá spá. Í fyrra var niðurstaðan sjötta sæti en það gekk ekki nægilega vel eftir að deildin skiptist. Meiðsli hrjáðu FH-liðið mikið og það truflaði þær. Núna er vonast til að leikmenn haldist heilir og það verði tekin skref fram á við í Kaplakrika frá því í fyrra. Þær ætla að afsanna þessa spá.
Þjálfararnir: Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir stýra skútunni í sameiningu og hafa gert það síðustu árin. Þeir vinna afskaplega vel saman og hefur það sést á árangri liðsins á undanförnum árum. Guðni tók við sem aðalþjálfari FH árið 2018 og er með mikla reynslu í starfinu. Hlynur kom svo inn í teymið tímabilið 2020. Þeir eru báðir með mikið FH-hjarta og brenna fyrir félagið. Undir þeirra stjórn hefur FH byggt upp skemmtilegan leikstíl og góðan grunn fyrir framhaldið.
Álit Magga
Magnús Haukur Harðarson, fyrrum þjálfari Fjölnis, er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu deild kvenna. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sem hafði alltaf vantað hjá FH
Stöðugleiki í efstu deild er það sem hafði alltaf vantað hjá FH liðinu og hafa bræðurnir heldur betur náð upp þeim stöðugleika. Liðið stendur á smá krossgötum því það hefur vantað að taka næsta skref fram á við og gera atlögu að efstu sætunum í deildinni."
„Árangur yngri flokka hefur verið frábær síðustu ár og munum við sjá mikið af FH stelpum stíga sín fyrstu skref í efstu deild sem er alltaf gleðiefni. Liðið hefur verið að styrkja sig varnarlega núna síðustu vikurnar fyrir mót en mínar áhyggjur eru af sóknarleik liðsins því eins og staðan er í dag sé ég engan leikmenn skora meira en fimm mörk sem er oftast uppskrift af mikilli fallbaráttu."
„Liðið kann sína rútínu og er vel þjálfað en það er þeirra helsti styrkleiki,það þarf að ná upp stemmingu og fólk þarf að mæta á völlinn og styðja við bakið á þeim. Það eru RISAR í liðinu og það mun koma liðinu langt."
Lykilmenn: Arna Eiríksdóttir og Katla María Þórðardóttir
Arna er að fara inn í sitt þriðja tímabil með FH en hún kom alfarið til félagsins frá Val fyrir síðustu leiktíð og skrifaði þar undir þriggja ára samning. Hún hefur burði til að vera einn besti varnarmaðurinn í þessari deild. Hún er strax orðin fyrirliði FH þrátt fyrir að hafa ekki verið þarna lengi og mun skipta skökum í agressívum leikstíl Fimleikafélagsins. Katla María gekk í raðir FH fyrir stuttu eftir að hafa leikið með Örebro í Svíþjóð. Hún hefur komið vel inn í þetta og það eru miklar vonir bundnar við hana fyrir sumarið.
Gaman að fylgjast með: Thelma Karen Pálmadóttir
Það eru margir mjög svo efnilegir leikmenn í FH sem verður virkilega gaman að fylgjast með í sumar og þar fer Thelma Karen fremst í flokki. Hávaxinn leikmaður með mikil gæði. Hún er svo sannarlega landsliðskona framtíðarinnar og það á við fleiri leikmenn í liðinu. Til dæmis Jónínu Linnet í vörninni. Thelma er fædd 2008 og Jónína er fædd 2007, en þær munu líklega fá stór hlutverk í liðinu í sumar. Tvær sem gætu algjörlega sprungið út í sumar.
Komnar:
Katla María Þórðardóttir frá Svíþjóð
Hildur Þóra Hákonardóttir frá Breiðabliki
Deja Sandoval frá FHL
Maya Lauren Hansen frá Bandaríkjunum
Íris Una Þórðardóttir frá Þrótti (var á láni hjá Fylki)
Farnar:
Anna Nurmi til Finnlands
Hanna Kallmaier til Keflavíkur
Thelma Lóa Hermannsdóttir til Bandaríkjanna
Hanna Faith Victoriudottir til Aftureldingar
Selma Sól Sigurjónsdóttir í Hauka
Bryndís Halla Gunnarsdóttir í Hauka
Berglind Þrastardóttir í Hauka
Hildur María Jónasdóttir í Fram
Halla Helgadóttir í Fram
Anna Rakel Snorradóttir í Grindavík/Njarðvík
Rannveig Bjarnadóttir
Rakel Eva Bjarnadóttir á láni í HK
Samningslausar:
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (2003)
Breukelen Woodard (1999)
Sóley Arna Arnarsdóttir (2006)

Fyrstu fimm leikir FH:
16. apríl, Valur - FH (N1-völlurinn Hlíðarenda)
22. apríl, Fram - FH (Lambhagavöllurinn)
27. apríl, FH - FHL (Kaplakrikavöllur)
3. maí, Þór/KA - FH (AVIS völlurinn)
9. maí, FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Anton Freyr Jónsson, Brynjar Óli Ágústsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Mist Rúnarsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Athugasemdir