Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. maí 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Melo og Balotelli svara Chiellini: Bitur skræfa sem pissar á sig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Felipe Melo og Mario Balotelli voru vægast sagt látnir heyra það í viðtali Giorgio Chiellini við La Rapubblica sem sagt far frá fyrr í dag.

Sjá einnig:
Chiellini: Balotelli átti skilið löðrung en Melo var verri

Melo svarar ummælum Chiellini: „Ég væri til í að vita um hvaða atvik Chiellini er að tala," segir Melo við Gazzettuna.

„Þegar ég var í Tórínó þá vantaði ekkert upp á mína virðingu fyrir öllum aðilum: leikmönnum, stjórnarmönnum og Juventus í heild. Á þessum tímapunkti þó ber ég enga virðingu fyrir Chiellini. Og ég mun aldrei bera."

„Hann segir að Balotelli hafi átt skilið löðrung og ég sá versti af þeim verstu? Hann var skræfa sem pissaði á sig"

„Kannski er hann bitur að ég fór til Galatasaray og við slógum Juve úr leik í Meistaradeildini eða að Inter vann þrennuna og ég er Inter maður."

„Svona er Chiellini, hann hagar sér eins og hann sé besti allra tíma. Ég man líka eftir að við (Brasilía) unnum Ítalí 3-0 í Álfukeppninni árið 2009. Kannski er hann enn bitur út í það þar sem hann vann ekkert með Ítalíu á ferlinum."


„Ég er allavega hreinskilinn"
Balotelli er einnig búinn að svara Chiellini en miðvörðurinn sagði Balo vera neikvæða persónu með slæmt viðhorf.

„Ég er allavega hreinskilinn og get sagt hluti við fólk með það fyrir framan mig," sagði Balotelli á Instagram.

„Hann hefur haft mörg tækifæri til að gera það síðan 2013, þú hefðir getað gert þetta eins og maður en þú gerðir það ekki. Hvað muntu segja einn daginn um þá sem eru með þér í liði í dag þú furðulegi fyrirliði?"

„Ef þetta er það sem er kallað meistari þá vil ég ekki vera slíkur. Ég sýndi aldrei neina vanvirðingu þegar ég var í ítölsku landsliðstreyjunni."

Athugasemdir
banner
banner
banner