Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 09. maí 2021 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Maður leiksins liðið í heild
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Ég held að þetta verði að vera þannig að þetta snúist um liðið. Ég sagði inn í klefa að að mínu mati væri maður leiksins liðið í heild sinni. Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að vinna fyrir sigri og mér fannst það standa upp úr að við gerðum það virkilega.
Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 sigur hans manna á Stjörnunni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

Þótt frammistaða liðisins sem heild hjá Keflavík hafi verið góð voru einstaklingar sömuleiðis að skína og hvað skærast skein Ástbjörn Þórðarson sem átti frábæran leik á kantinum hjá Keflavík.

„Hann virkilega gaf leikmönnum og áhorfendum vítamín með svona frammistöðu og var alveg til fyrirmyndar í dag. Gaman að hafa svona mann í sínu lið sem er á fullu allan tímann og hættir ekkert þótt hann sé búinn á því. “

Prógram næstu vikna er stíft og þétt spilað út maí. Hvernig er staðan á leikmannahópnum?

„Það er ágætis staða á þessu núna og mér skilst að þetta hafi ekki verið alvarlegt hjá Ísak Óla þegar hann fór út af. En þessir strákar sem eru í hópnum, ef þeir eru tilbúnir að berjast svona þá verðum við ekkert í vandræðum.“

Enski vængmaðurinn Marley Blair er enn frá vegna meiðsla. Er langt í að hann verði klár?

„Það er líklega eitthvað í það já og það er bara þolinmæðisvinna þar. Hann tognaði aftan í læri og þarf að takast á við smá bið eftir að fá að koma inn í hópinn hjá okkur.“

Allt viðtalið við Eystein má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner