Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 09. maí 2021 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Maður leiksins liðið í heild
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Ég held að þetta verði að vera þannig að þetta snúist um liðið. Ég sagði inn í klefa að að mínu mati væri maður leiksins liðið í heild sinni. Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að vinna fyrir sigri og mér fannst það standa upp úr að við gerðum það virkilega.
Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 sigur hans manna á Stjörnunni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

Þótt frammistaða liðisins sem heild hjá Keflavík hafi verið góð voru einstaklingar sömuleiðis að skína og hvað skærast skein Ástbjörn Þórðarson sem átti frábæran leik á kantinum hjá Keflavík.

„Hann virkilega gaf leikmönnum og áhorfendum vítamín með svona frammistöðu og var alveg til fyrirmyndar í dag. Gaman að hafa svona mann í sínu lið sem er á fullu allan tímann og hættir ekkert þótt hann sé búinn á því. “

Prógram næstu vikna er stíft og þétt spilað út maí. Hvernig er staðan á leikmannahópnum?

„Það er ágætis staða á þessu núna og mér skilst að þetta hafi ekki verið alvarlegt hjá Ísak Óla þegar hann fór út af. En þessir strákar sem eru í hópnum, ef þeir eru tilbúnir að berjast svona þá verðum við ekkert í vandræðum.“

Enski vængmaðurinn Marley Blair er enn frá vegna meiðsla. Er langt í að hann verði klár?

„Það er líklega eitthvað í það já og það er bara þolinmæðisvinna þar. Hann tognaði aftan í læri og þarf að takast á við smá bið eftir að fá að koma inn í hópinn hjá okkur.“

Allt viðtalið við Eystein má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner