„Ég held að þetta verði að vera þannig að þetta snúist um liðið. Ég sagði inn í klefa að að mínu mati væri maður leiksins liðið í heild sinni. Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að vinna fyrir sigri og mér fannst það standa upp úr að við gerðum það virkilega.
“Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 sigur hans manna á Stjörnunni fyrr í kvöld.
“Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 sigur hans manna á Stjörnunni fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 0 Stjarnan
Þótt frammistaða liðisins sem heild hjá Keflavík hafi verið góð voru einstaklingar sömuleiðis að skína og hvað skærast skein Ástbjörn Þórðarson sem átti frábæran leik á kantinum hjá Keflavík.
„Hann virkilega gaf leikmönnum og áhorfendum vítamín með svona frammistöðu og var alveg til fyrirmyndar í dag. Gaman að hafa svona mann í sínu lið sem er á fullu allan tímann og hættir ekkert þótt hann sé búinn á því. “
Prógram næstu vikna er stíft og þétt spilað út maí. Hvernig er staðan á leikmannahópnum?
„Það er ágætis staða á þessu núna og mér skilst að þetta hafi ekki verið alvarlegt hjá Ísak Óla þegar hann fór út af. En þessir strákar sem eru í hópnum, ef þeir eru tilbúnir að berjast svona þá verðum við ekkert í vandræðum.“
Enski vængmaðurinn Marley Blair er enn frá vegna meiðsla. Er langt í að hann verði klár?
„Það er líklega eitthvað í það já og það er bara þolinmæðisvinna þar. Hann tognaði aftan í læri og þarf að takast á við smá bið eftir að fá að koma inn í hópinn hjá okkur.“
Allt viðtalið við Eystein má sjá hér að ofan.
Athugasemdir