Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 09. maí 2021 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Maður leiksins liðið í heild
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Ég held að þetta verði að vera þannig að þetta snúist um liðið. Ég sagði inn í klefa að að mínu mati væri maður leiksins liðið í heild sinni. Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að vinna fyrir sigri og mér fannst það standa upp úr að við gerðum það virkilega.
Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 sigur hans manna á Stjörnunni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

Þótt frammistaða liðisins sem heild hjá Keflavík hafi verið góð voru einstaklingar sömuleiðis að skína og hvað skærast skein Ástbjörn Þórðarson sem átti frábæran leik á kantinum hjá Keflavík.

„Hann virkilega gaf leikmönnum og áhorfendum vítamín með svona frammistöðu og var alveg til fyrirmyndar í dag. Gaman að hafa svona mann í sínu lið sem er á fullu allan tímann og hættir ekkert þótt hann sé búinn á því. “

Prógram næstu vikna er stíft og þétt spilað út maí. Hvernig er staðan á leikmannahópnum?

„Það er ágætis staða á þessu núna og mér skilst að þetta hafi ekki verið alvarlegt hjá Ísak Óla þegar hann fór út af. En þessir strákar sem eru í hópnum, ef þeir eru tilbúnir að berjast svona þá verðum við ekkert í vandræðum.“

Enski vængmaðurinn Marley Blair er enn frá vegna meiðsla. Er langt í að hann verði klár?

„Það er líklega eitthvað í það já og það er bara þolinmæðisvinna þar. Hann tognaði aftan í læri og þarf að takast á við smá bið eftir að fá að koma inn í hópinn hjá okkur.“

Allt viðtalið við Eystein má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner