Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 09. júní 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 8. sæti
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson. Reynslubolti.
Bjarni Jóhannsson. Reynslubolti.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Vestra er spáð áttunda sæti í Lengjudeildinni.
Vestra er spáð áttunda sæti í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Olísvellinum, heimavelli Vestra.
Frá Olísvellinum, heimavelli Vestra.
Mynd: Þórir Karlsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Vestri, 92 stig
9. Afturelding, 86 stig
10. Þróttur R., 72 stig
11. Leiknir F., 45 stig
12. Magni 34 stig

8. Vestri
Lokastaða í fyrra: Vestri landaði sæti í Lengjudeildinni með því að lenda í öðru sæti 2. deildar á síðustu leiktíð. Vestri endaði stigi á eftir toppliðinu, Leikni Fáskrúðsfirði, og stigi á undan liðinu í þriðja sæti, Selfossi. Baráttan var hörð en Vestri náði markmiði sínu: að komast upp um deild. Þess má geta að Vestri gerði ekkert jafntefli á síðustu leiktíð.

Þjálfarinn: Bjarni Jóhannsson þjálfar Vestra þriðja tímabilið í röð. Bjarni er gríðarlega reynslumikill þjálfari. Þjálfaraferill Bjarna spannar rúmlega 30 ár og hefur hann þjálfað á öllum landshornum. Bjarni vann meðal annars Íslandsmeistaratitla með ÍBV 1997 og 1998.

Sjá einnig:
Miðjan - Bjarni Jó fer yfir rúmlega 30 ára þjálfaraferil

Álit sérfræðings
Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Rafn gefur sitt álit á Vestra.

„Leikmannablandan er mjög góð hjá Vestra og mæta þeir til leiks með sterkara lið en þeir luku tímabilinu í 2. deildinni með síðasta haust. Þeir eru með heimamenn eins og Pétur Bjarnason, Viktor Júlíusson og Elmar Atla Garðarsson sem hafa verið í lykilhlutverkum í liðinu, í bland við sterka aðkomumenn, bæði íslenska og erlenda. Vestri er vel rekið félag, áhuginn á fótbolta er mikill og vantar ekkert upp á áhuga stjórnarmanna með Samma í fararbroddi. Eftir að hafa verið stigi frá því að komast upp árið 2018 þá náðist markmiðið í fyrra og Vestri kominn á þann stað sem þeir stefndu að en Vestri hefur leikið í 2. deild frá því félagið var formlega stofnað árið 2016. Reynsla Bjarna á eftir skipta miklu máli fyrir liðið í sumar. Vestri er með einn besta markvörð deildarinnar í Robert Blakala sem var frábær með Njarðvík 2018 og hafði mikil áhrif á góðan árangur Vestra eftir að hafa komið til liðsins um mitt tímabil í fyrra."

Aðstaðan fyrir vestan í vetur hefur verið erfið þar sem gervigrasvöllurinn hefur nánast verið undir snjó í allan vetur. Spurning hvort Covid-19 ástandið muni hafa að vissu leyti jákvæð áhrif á lið eins og Vestra í sumar þar sem þeir hafa núna verið lengur með sína leikmenn og æft síðustu vikur í takt við það sem önnur lið í deildinni gera. Heimavöllurinn hefur verið sterkur síðan Bjarni tók við, en hann hefur aðeins tapað tveimur heimaleikjum með Vestra á tveimur árum. Vestri er með skemmtilegan heimavöll sem verður mjög mikilvægur fyrir liðið í baráttunni í sumar. Það verður því gaman en erfitt fyrir önnur lið að koma vestur í sumar."


Lykilmenn: Elmar Atli Garðarsson, Robert Blakala og Pétur Bjarnason.

Gaman að fylgjast með: Gaman verður að fylgjast með hversu góður Elmar Atli Garðarsson, 23 ára fyrirliði Vestra, verður. Hann er leikmaður sem leggur sig alltaf 100 prósent fram og er frábær liðsmaður innan sem utan vallar.

Komnir:
Goran Jovanovski frá KFG
Ivo Öjhage frá Levanger
Nacho Gil frá Þór
Rafael Jose Navarro Mendez frá Spáni
Sergine Modou Fall frá Óman
Sigurður Grétar Benónýsson frá ÍBV
Vladimir Tufegdzic frá Grindavík

Farnir:
Aaron Spear í Kórdrengi
Giacomo Ratto til Möltu
Gunnar Jónas Hauksson í Gróttu (var á láni)
Hákon Ingi Einarsson í Kórdrengi
Josh Signey til Bandaríkjana
Páll Sindri Einarsson í Kórdrengi
Þórður Gunnar Hafþórsson í Fylki

Fyrstu þrír leikir Vestra:
20. júní, Víkingur Ó. - Vestri (Ólafsvíkurvöllur)
28. júní, Leiknir R. - Vestri (Domusnovavöllurinn)
4. júlí, Vestri - Grindavík (Olísvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner