Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 09. júní 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eigandi Spotify ætlar að bjóða 2 milljarða punda í Arsenal
Daniel Ek, eigandi Spotify, ætlar að bjóða í annað sinn í Arsenal. Það er Sky Sports News sem greinir frá þessu.

Ek bauð í Arsenal í maí en Kroenke fjölskyldan neitaði tilboðinu. Ek ætlar að bjóða aftur og nú 2 milljarða punda. Ek telur að það sé nægilega gott boð til að fá Kroenke hið minnsta til að íhuga það alvarlega að taka boðinu.

Kroenke fjölskyldan er ekki vinsæl meðal stuðningsmanna Arsenal og ætlar Ek að reyna nýta sér þá stöðu.

Tíminn mun leiða það í ljós hvort að þetta tilboð sé nóg til að Ek verð eigandi Arsenal.
Athugasemdir
banner