Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 11:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Líkir Hürzeler við Nagelsmann - „Einn heitasti þjálfari Þýskalands"
Mynd: Getty Images

Fabian Hürzeler stjóri St. Pauli er sterklega orðaður við Brighton. Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi hefur líkt honum við Julian Nagelsmann landsliðsþjálfara Þýskalands.


Hürzeler er aðeins 31 árs gamall en hann stýrði St. Pauli til sigurs í næst efstu deild í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Plettenberg segir að mörg félög í Bundesligunni hafi sýnt honum mikinn áhuga.

„Hann er einn heitasti þjálfarinn í Þýskalandi núna. Það var umræða um að hann færi í annað lið í efstu deild núna, það var mikill áhugi á honum," sagði Plettenberg.

„Hann er líkur Julian Nagelsmann. Mjög sjálfsöruggur og hugrakkur, elskar að sækja og vill vera með boltann, hann er ekki varnarþjálfari. Ég skil að Brighton hefur verið að fylgjast með honum. Brighton á góða möguleika að næla í hann en St. Pauli vill taka ákvörðun fljótt þar sem þeir eru þegar farnir að undirbúa tímabilið í Bundesliga."


Athugasemdir
banner
banner