Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 09. júlí 2019 22:04
Mist Rúnarsdóttir
Karólína Lea: Þarf að fara að skora
Kvenaboltinn
Karólína Lea lagði upp þrjú mörk í kvöld
Karólína Lea lagði upp þrjú mörk í kvöld
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
„Tilfinningin var ömurleg eftir bikarleikinn og við ætluðum að vera miklu sterkari. Við sýndum það í dag hvað það er mikill munur á þessum liðum,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-0 stórsigur á Fylki í Pepsi Max deild kvenna. Hún viðurkenndi að það hefði verið gott að fá tækifæri til að vinna Fylkisliðið eftir að hafa tapað óvænt fyrir þeim í bikarnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fylkir

Blikum tókst ekki að skora í bikarleiknum þrátt fyrir fjölmargar tilraunir en þeim tókst að brjóta ísinn strax á fimmtu mínútu í dag. Eftir það var engin spurning hvert stefndi.

„Það var mikill léttir en svo þurftum við að halda áfram,“ sagði Karólína Lea um fyrsta markið.

Sjálf var hún frábær í leiknum og lagði upp þrjú af fimm mörkum Breiðabliks. Aðspurð um eigin frammistöðu sagðist hún sátt.

„Já, en ég þarf að fara að skora,“ sagði hún létt og bætti við: „Ég er alveg brjáluð en stoðsendingar, það er fínt.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Karólínu Leu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner