29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 09. júlí 2019 22:04
Mist Rúnarsdóttir
Karólína Lea: Þarf að fara að skora
Kvenaboltinn
Karólína Lea lagði upp þrjú mörk í kvöld
Karólína Lea lagði upp þrjú mörk í kvöld
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
„Tilfinningin var ömurleg eftir bikarleikinn og við ætluðum að vera miklu sterkari. Við sýndum það í dag hvað það er mikill munur á þessum liðum,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-0 stórsigur á Fylki í Pepsi Max deild kvenna. Hún viðurkenndi að það hefði verið gott að fá tækifæri til að vinna Fylkisliðið eftir að hafa tapað óvænt fyrir þeim í bikarnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fylkir

Blikum tókst ekki að skora í bikarleiknum þrátt fyrir fjölmargar tilraunir en þeim tókst að brjóta ísinn strax á fimmtu mínútu í dag. Eftir það var engin spurning hvert stefndi.

„Það var mikill léttir en svo þurftum við að halda áfram,“ sagði Karólína Lea um fyrsta markið.

Sjálf var hún frábær í leiknum og lagði upp þrjú af fimm mörkum Breiðabliks. Aðspurð um eigin frammistöðu sagðist hún sátt.

„Já, en ég þarf að fara að skora,“ sagði hún létt og bætti við: „Ég er alveg brjáluð en stoðsendingar, það er fínt.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Karólínu Leu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner