Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. júlí 2020 20:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Arnór Ingvi og félagar í bikarúrslit eftir vítaspyrnukeppni
Arnór Ingvi í landsleik siðasta haust.
Arnór Ingvi í landsleik siðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjällby 0 - 0 Malmö
2-4 eftir vítaspyrnukeppni

Mjällby mætti í dag Malmö í unanúrslitum sænsku bikarkeppninnar. Sigurvegari leiksins á fyrir vændum úrslitaleik gegn Gautaborg þann 30. júlí.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö og lék fyrstu 68 mínúturnar. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Malmö er í 7. sæti Allsvenskan og Mjällby í sjötta sætinu.

Ekkert var skorað í framlengingunni en Isaac Thelin klikkaði á vítaspyrnu fyrir Malmö í uppbótartíma seinni hálfleiks í framlenginu. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Þar sigraði Malmö, 4-2, og mætir því Gautaborg í úrslitaleik 30. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner