Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. júlí 2021 18:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enskir stuðningsmenn réðust á danska fjölskyldu
Frá London.
Frá London.
Mynd: Getty Images
Enskir stuðningsmenn réðust á danska fjölskyldu í London á miðvikudag, eftir sigur Englands á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins.

Eva Greene lýsir því í samtali við Evening Standard hvað það var sem gerðist um kvöldið.

Hún, eiginmaður hennar og níu ára gamall sonur hennar voru að taka strætó heim frá Wembley eftir gott kvöld. Svo gerðust miður skemmtilegir hlutir á heimleiðinni.

Enskir stuðningsmenn voru að fagna og tóku eftir rauðklæddu Dönunum í strætó.

„Við sátum þarna með sofandi barn þegar hópur fólks sá okkur í bolum merktum Danmörku í gegnum gluggann. Þau byrjuðu á að berja á gluggana og öskruðu," segir Greene.

Hurðin opnaðist svo og gengu Englendingarnir inn. Fjölskyldufaðirinn reyndi að stöðva þá en var þá kýldur í magann. Farþegi í strætó reyndi að hjálpa en var sleginn í andlitið.

„Við erum bara fjölskylda sem vildi styðja okkar lið. Var ekki nóg að vinna leikinn? Ég skil ekki alveg."

„Enska liðið á skilið betri stuðningsmenn."

Lögreglan er sögð vera að rannsaka málið. Greene vonast til þess að ítalskir stuðningsmenn fái góða vernd á sunnudagskvöld.

England og Ítalía eigast við í úrslitaleik EM á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner