„Hundfúll,'' sagði Hermann Hreiðarsson þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir 4-3 tap gegn KA í stórskemmtilegum leik í Bestu-deild karla í dag.
„Við erum yfir í hálfleik og bara skemmtilegur leikur. Það voru bara læti í okkur, kraftur í þessu svo þú veist, var nú nóg af áföllum fyrir leikinn og svo er það líka í leiknum.''
Hermann vitnar þar í að markaskorarar ÍBV í leiknum, Sito og Halldór Jón Sigurður Þórðarson, fóru báðir meiddir útaf og það var skiljanlega áfall fyrir Eyjamenn.
Lestu um leikinn: KA 4 - 3 ÍBV
Það voru læti frá upphafi til enda í fyrri hálfleik þar sem að Sito kom Eyjamönnum yfir á 6. mínútu áður en að Halldór Jón Sigurður rak endahnútinn á fyrri hálfleikinn með hálfgerðu flautumarki í uppbótartíma.
„Við erum yfir og við verðum bara aðeins að stýra leiknum. Yrði ekki alveg svona "end-to-end". Fara í smá "game management" og hægja á tempóinu. Það fór orka í þetta líka, vissulega.''
ÍBV hafa sýnt það að þeir geta gefið öllum leik og Hermann hefur fulla trú á því að sínir menn fari að hala inn stig.
„Það hefur verið góður stígandi í þessu og í svekkjandi að missa þetta marga og kominn góður taktur í liðið. En auðvitað kemur maður í manns stað og við áttum nokkrar frábærar frammistöður hérna, en þetta hefur áhrif. Sérstaklega voru þeir heitir hérna Dóri og Sito og þeir koma báðir útaf meiddir, þannig að æjæjæj...'' sagði Hermann.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.