Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Qadsiah býður yfir 60 milljónir fyrir Retegui
Mynd: EPA
Sádi-Arabíska félagið Al-Qadsiah er staðráðið í því að kaupa ítalsk-argentínska framherjann Mateo Retegui úr röðum Atalanta.

Atalanta hafnaði fyrsta tilboði Al-Qadsiah á dögunum sem hljóðaði upp á rúmlega 50 milljónir evra og eru félögin enn í viðræðum um kaupverð.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn fyrir rúmlega 60 milljónir evra. Retegui er tilbúinn til að samþykkja risasamning frá Al-Qadsiah, þar sem launin hans munu sexfaldast.

Retegui er 26 ára gamall og kom að 37 mörkum í 49 leikjum með Atalanta á síðustu leiktíð. Þar að auki á hann 6 mörk í 20 landsleikjum með Ítalíu.

Hjá Al-Qadsiah myndi Retegui leiða sóknarlínuna. Hann tekur stöðu Pierre-Emerick Aubameyang í fremstu víglínu.
Athugasemdir