Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Aníta Björg heim í Fjölni (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fjölnir
Aníta Björg Sölvadóttir er gengin aftur í raðir Fjölnis frá KR. Þetta kom fram í tilkynningu Fjölnis í gær.

Aníta er fædd árið 2022 og uppalin í Fjölni en hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2018.

Hún gekk í raðir KR í seinni hluta tímabilsins á síðasta ári og spilaði fjóra leiki í úrslitakeppni 2. deildar er KR-ingar unnu sér sæti í Lengjudeildina.

Á þessu tímabili spilaði hún þrjá leiki með KR en er nú komin aftur heim í Fjölni og lék sinn fyrsta leik með liðinu er það vann Smára, 3-0, í gær.

Alls á hún 73 leiki og 4 mörk að baki með KR og Fjölni.

Fjölniskonur eru í 4. sæti 2. deildar með 17 stig eftir átta umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner