Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Arsenal líklegt til að fá Eze en óvissa um Gyökeres
Powerade
Eberechi Eze í leik með enska landsliðinu.
Eberechi Eze í leik með enska landsliðinu.
Mynd: EPA
Arsenal hefur ekki náð samkomulagi um Viktor Gyökeres.
Arsenal hefur ekki náð samkomulagi um Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Napoli hefur áhuga á Nunez.
Napoli hefur áhuga á Nunez.
Mynd: EPA
Arsenal er áberandi í slúðurpakka dagsins en félagið rembist eins og rjúpan við staurinn í að reyna að styrkja lið sitt fyrir komandi tímabil. Það er Powerade sem færir þér slúðrið daglega hér á Fótbolta.net.

Arsenal er líklegast til að krækja í Eberechi Eze (27) frá Crystal Palace en Tottenham er einnig að reyna við hann. Arsenal er tilbúið að bjóða Palace leikmenn í skiptum. (Sun)

Andrea Berta, yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, hefur yfirgefið Portúgal án þess að hafa náð samkomulagi við Sporting um kaup á sænska framherjanum Viktor Gyökeres (27). Enn ber mikið á milli í viðræðunum en Gyökeres vill færa sig um set. (Record)

Manchester United þarf að greiða 65 milljónir punda fyrir Bryan Mbeumo (25), framherja Brentford og landsliðsmann Kamerún, eftir að tilboðum upp á 55 og 62,5 milljónum punda var hafnað. (Mirror)

Nottingham Forest vill fá Johan Bakayoko (22), vængmann PSV Eindhoven. Þetta er í ljósi þess að Anthony Elanga (23) er nálægt því að ganga til liðs við Newcastle United. (Telegraph)

Manchester United mun fá 8 milljónir punda þegar Elanga fer til Newcastle vegna ákvæðis í samningi þegar hann var seldur til Forest árið 2023. (Talksport)

Forest íhugar einnig að fá Malick Fofana (20), leikmann Lyon. Vængmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Bayern München í sumar. (Sky Sports)

Unai Emery stjóri Aston Villa vill fá Ferran Torres (25), framherja Barcelona. Villa er tilbúið að bjóða 43 milljónir punda fyrir spænska leikmanninn. (Fichajes)

Viðræður Arsenal um að fá Cristhian Mosquera (21), varnarmann Valencia, hafa siglt í strand þar sem spænska félagið krefst meira en 20 milljónir punda. (Mirror)

Bayern München hefur rætt við fulltrúa Christopher Nkunku (27) um möguleg skref í átt að samningi við franska framherjann hjá Chelsea. (Bild)

Napoli hefur gert 42 milljóna punda tilboð í Darwin Nunez (26), framherja Liverpool og landsliðsmann Úrúgvæ. (Gianluca di Marzio)

Liverpool er búið að lækka verðmiðann á Nunez í 70 milljónir punda en félagið vill selja hann. (Corriere dello Sport)

Sunderland er nálægt því að klára samkomulag um kaup á Chemsdine Talbi (20), marokkóskum framherja hjá belgíska félaginu Club Brugge. (Fabrizio Romano)

Atalanta hafnaði 46 milljóna punda tilboði frá Al-Qadsiah í Sádi-Arabíu í ítalska framherjann Mateo Retegui (26). Ítalska félagið vill fá 52 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Football Italia)

Everton hefur áhuga á að fá markvörðinn Mark Travers (26) en hann lék vel á láni hjá Middlesbrough frá Bournemouth á síðasta tímabili. (Sky Sports)

Enski kantmaðurinn Jadon Sancho (25) er tilbúinn að taka mikla launalækkun til að komast frá Manchester United til Juventus. Ítalska félagið á þó enn erfitt með að ganga að kröfum. (Il Corriere dello Sport)
Athugasemdir
banner