Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ræðir við Chelsea um Madueke
Madueke í leik með Chelsea á HM félagsliða.
Madueke í leik með Chelsea á HM félagsliða.
Mynd: EPA
Arsenal hefur sett sig í samband við Chelsea varðandi vængmanninn Noni Madueke en greint var frá því á dögunum að Arsenal væri þegar búið að ná munnlegu samkomulagi við leikmanninn um launakjör.

Nú hefur Arsenal formlega haft samband við Chelsea en talið er að þeir bláu vilji fá um 50 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn.

Madueke er með Chelsea á HM félagsliða og kom inn af bekknum þegar liðið vann Fluminense 2-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.

Madueke á 92 leiki fyrir Chelsea síðan hann kom frá PSV Eindhoven í janúar 2023 og hefur skorað 20 mörk. Hann var á sínum tíma í akademíu Tottenham.

Arsenal vill styrkja valmöguleika sína sóknarlega og hafa Rodrygo hjá Real Madrid, Eberechi Eze hjá Crystal Palace og Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon allir verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir
banner