Everton hefur gengið frá kaupum á franska framherjanum Thierno Barry frá Villarreal fyrir 27 milljónir punda.
Barry er 22 ára og skoraði ellefu mörk og gaf fjórar stoðsendingar á síðustu leiktíð, þar sem Villarreal endaði í fimmta sæti í La Liga og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni.
Barry, sem er 195 cm á hæð, er þekktur fyrir að vera öflugur í loftinu. Hann vann 66,7% af 153 skallaeinvígum sínum í La Liga.
Frakkinn byrjaði feril sinn í fimmtu deild í Frakklandi og hefur síðan unnið sig hratt upp í evrópskum fótbolta. Barry hefur spilað fyrir lið í Belgíu, Sviss og Spáni áður en hann samdi við Everton.
Everton sækir Barry til að styrkja sóknarlínu sína eftir brottför Dominic Calvert-Lewin og Armando Broja. Með Barry í liðinu vonast Everton til að bæta nýtingu sína úr fyrirgjöfum.
Barry is a Blue! ?????? pic.twitter.com/i12gj86r6E
— Everton (@Everton) July 9, 2025
Athugasemdir