Evan Ferguson, framherji Brighton á Englandi, er á óskalista ítalska félagsins Roma en það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu á X.
Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur er hann með haug af leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Ferguson fór frábærlega af stað með Brighton og var einn af eftirsóttustu framherjum deildarinnar áður en hann meiddist á ökkla árið 2023.
Hann hefur ekki alveg náð sér á strik eftir meiðslin og var sendur til West Ham á láni seinni hluta síðasta tímabils en þar spilaði hann átta leiki án þess að skora.
Góður möguleiki er á því að hann fari annað í sumar og segir Fabrizio Romano að Roma sé að skoða það að leggja fram tilboð í hann og þá sé Brighton opið fyrir því að selja hann.
Gian Piero Gasperini tók við Roma á dögunum og gæti verið rétti maðurinn til að koma Ferguson aftur í gang.
Athugasemdir