Evrópumeistarar Paris Saint-Germain mæta spræku liði Real Madrid sem hefur byrjað vel undir stjórn Xabi Alonso í undanúrslitum HM félagsliða í kvöld. Sigurvegarinn spilar við Chelsea í úrslitaleiknum um helgina.
Byrjunarliðin hafa verið staðfest og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þessum stjörnum prýddum liðum mætast.
Ousmane Dembélé leiðir sóknarlínu PSG ásamt Désiré Doué og Khvicha Kvaratskhelia og er Bradley Barcola á varamannabekknum ásamt Goncalo Ramos og Lee Kang-in.
Vitinha, Joao Neves og Fabián Ruiz eru þá á miðjunni og halda Warren Zaïre-Emery á bekknum.
Kylian Mbappé og Vinícius Júnior eru á köntunum hjá Real Madrid, með hinn unga Gonzalo García í fremstu víglínu. Hann hefur verið funheitur á HM og er markahæsti leikmaður mótsins, með fjögur mörk og eina stoðsendingu í fimm leikjum.
Real Madrid hefur verið að spila flottan fótbolta í fyrstu leikjunum undir stjórn Alonso. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þessum risaslag í undanúrslitum HM.
PSG: Donnarumma, Hakimi, Beraldo, Marquinhos, Mendes, Vitinha, Neves, Ruiz, Doue, Kvaratskhelia, Dembele
Varamenn: Barcola, Kang-in, Ramos, Zaire-Emery, Kamara, Mayulu, Mbaye, Tenas, Safonov
Real Madrid: Courtois, Valverde, Asencio, Rudiger, F.Garcia, Tchouameni, Bellingham, Guler, Vinicius, Mbappe, G.Garcia
Varamenn: Camavinga, Carvajal, Ceballos, Brahim Diaz, Militao, Rodrygo, Lucas, Modric, Martin, Andres, Munoz, Ramon, Yusi, Lunin
Athugasemdir