
Elanga hefur spilað 22 A-landsleiki fyrir Svíþjóð. Faðir hans, Joseph Elanga frá Kamerún, lék með Malmö á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.
Sænski kantmaðurinn Anthony Elanga er að ganga til liðs við Newcastle United fyrir um 55 milljónir punda. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag.
Þar mun hann hitta landsliðsfélaga sinn Alexander Isak sem er einn af heitustu framherjum ensku úrvalsdeildarinnar.
Elanga er keyptur úr röðum Nottingham Forest þar sem hann kom að 18 mörkum í 43 leikjum á síðustu leiktíð.
Elanga er 23 ára gamall og getur spilað á báðum köntum, sem fremsti sóknarmaður eða sem sóknartengiliður.
Hann er uppalinn hjá Manchester United og lék 55 leiki fyrir Rauðu djöflana áður en hann var keyptur til Nottingham á 15 milljónir punda fyrir tveimur árum síðan. Hann hefur snarhækkað í verði eftir góða frammistöðu með Forest.
Elanga er búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Newcastle.
Athugasemdir