Spænska félagið Real Madrid er að ganga frá viðræðum við Benfica um kaup á spænska bakverðinum Alvaro Carreras en þetta segir ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano.
Real Madrid hefur verið á höttunum eftir Carreras í allt sumar og er stutt í að félögin nái loks samkomulagi.
Carreras er 22 ára gamall vinstri bakvörður sem kom til Benfica frá Manchester United á síðasta ári.
Erik ten Hag, stjóri United, hafði engin not fyrir Carreras þannig hann lánaði hann til Benfica. Portúgalska félagið fékk 6 milljóna evra kauprétt sem það nýtti síðan um sumarið.
Carreras hefur slegið í gegn með Benfica og nú mun hann taka stærsta skrefið á ferlinum til þessa, en hann er á leið til Real Madrid á næstu dögum.
Romano segir styttast í „Here we go!“ , en Benfica mun fá leikmanninn Rafael Obrador í skiptum.
Carreras er því á leið aftur 'heim' en hann lék með akademíu Real Madrid frá 2017 til 2020, eftir að hafa spilað áður með unglingaliðum Racing Ferrol og Deportivo La Coruna.
Athugasemdir