Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Jóhann Ingi dæmir Evrópuleik í Finnlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir dómarar munu dæma leik SJK Seinäjoki frá Finnlandi og KÍ Klaksvík frá Færeyjum í Sambandsdeildinni á morgun.

Jóhann Ingi Jónsson verður aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Þór Bender og Gylfi Már Sigurðsson, Fjórði dómari verður Helgi Mikael Jónasson.

Leikurinn fer fram í Seinäjoki í Finnlandi.

Fleiri Íslendingar hafa verið að störfum í Evrópuleikjum í Finnlandi þessa vikuna. Þóroddur Hjaltalín var dómaraeftirlitsmaður á leik KuPs Kuopio og FC Milsami Orhei í gær. Heimamenn í KuPs unnu leikinn 1-0.
Athugasemdir
banner
banner