Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Líklegt byrjunarliðið í lokaleik Íslands - Ein breyting staðfest
Icelandair
EM KVK 2025
Ísland mætir Noregi á morgun.
Ísland mætir Noregi á morgun.
Mynd: EPA
Sædís kemur líklega inn í vörnina.
Sædís kemur líklega inn í vörnina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný er meidd.
Guðný er meidd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar á morgun lokaleik sinn á EM 2025 gegn Noregi. Ísland er úr leik á mótinu og það er erfitt að giska á líklegt byrjunarlið í ljósi þess en við reynum okkar besta.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði þó á fréttamannafundi í dag að hann myndi ekki neinar stórkostlegar breytingar á liðinu.



Eitt er ljóst og það er að Guðný Árnadóttir verður ekki með þar sem hún fór meidd af velli í síðasta leik og er ekki klár í slaginn. Aðrir leikmenn eru klárir.

„Ég geri einhverjar breytingar en ekki margar. Það er allavega ein breyting þar sem Guðný er ekki með og það kemur sjálfkrafa breyting þar. Að öðru leyti geri ég nokkrar breytingar en það er ekki eitthvað stórkostlegt," sagði Steini á fréttamannafundi í dag.

Það verður því breyting á vörninni en við spáum því að Guðrún Arnardóttir færist í hægri bakvörð og Sædís Rún Heiðarsdóttir verði í vinstri bakverði.

Hildur Antonsdóttir er laus úr leikbanni og við spáum því að hún komi inn á miðjuna með Alexöndru Jóhannsdóttur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði áfram þar fyrir framan.

Svo spáum við því að Katla Tryggvadóttir fái sénsinn í byrjunarliðinu. Það væri allavega gaman að sjá það.

Það verður verulega fróðlegt að sjá hversu margar breytingar landsliðsþjálfarinn gerir á liðinu í ljósi þess að liðið er þegar fallið úr leik en við spáum því að hann gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Sviss.
Athugasemdir
banner