Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Leikirnir þeirra ekki verið góðir - Mikil einstaklingsgæði
Icelandair
EM KVK 2025
Noregur er búið að vinna riðilinn.
Noregur er búið að vinna riðilinn.
Mynd: EPA
Noregur og Ísland mætast á morgun í lokaumferð riðlakeppninnar á EM kvenna í Sviss. Noregur er búið að vinna riðilinn með tvo sigra á meðan Ísland er án stiga og úr leik.

Norska liðið hefur unnið báða leiki sína en þær hafa alls ekki verið sannfærandi í þessum leikjum.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í frammistöðu norska liðsins á fréttamannafundi í dag.

„Þær hafa unnið báða leikina en ekkert sannfærandi," sagði Þorsteinn.

„Lukkan hefur verið með þeim. Þær voru í miklu basli á móti Finnum og raunverulega líka á móti Sviss stóran hluta leiksins. Þær kannski sýna það hvaða gæði leikmenn sumir leikmenn þarna hafa til að klára þessa leiki. Þó þær séu í basli þá hafa þær leikmenn sem geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Það er kannski það sem skilur að hjá þeim í síðustu tveimur leikjum að þær eru með einstaklingsgæði sem klára þessa leiki," sagði Þorsteinn en í liði Noregs eru til dæmis Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg, sem eru miklar stjörnur í heimsfótboltanum.

„Heilt yfir hafa leikirnir þeirra ekki verið góðir en þær hafa gæði fram á við sem geta gert útslagið."
Athugasemdir
banner
banner