Stefán Teitur Þórðarson skoraði eina markið í sigri Preston North End gegn Chorley í æfingaleik í dag.
Stefán Teitur skoraði á 52. mínútu er Preston undirbýr sig fyrir komandi átök í Championship deildinni. Liðið endaði í 20. sæti á síðustu leiktið, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Chorley leikur í utandeildinni.
Á svipuðum tíma fór fram leikur í Noregi þar sem Sarpsborg tók á móti Viking í undanúrslitaleik bikarsins þar í landi.
Sarpsborg vann þar afar óvænt 1-0 en Viking hefur verið að eiga magnað tímabil í efstu deild. Jo Inge Berget, fyrrum leikmaður Celtic og Cardiff, skoraði eina mark leiksins.
Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður í liði Sarpsborg alveg eins og Hilmir Rafn Mikaelsson hjá Viking.
Sarpsborg mætir Lilleström í úrslitaleiknum.
Chorley 0 - 1 Preston
0-1 Stefán Teitur Þórðarson ('52)
Sarpsborg 1 - 0 Viking
1-0 Jo Inge Berget ('50)
Athugasemdir