Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini um Sveindísi: Það er mjög erfitt að útskýra það
Icelandair
EM KVK 2025
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: EPA
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur ekki fundið sig á Evrópumótinu í Sviss. Hún hefur lítið náð að ógna markinu og farið illa með fínar stöður.

Vísir tók það saman að hún hefur aðeins átt eitt skot á markið á 419 mínútum á EM 2022 og núna í ár.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í Sveindísi á fréttamannafundi í dag. Geturðu eitthvað útskýrt af hverju það kemur ekki meira út úr henni?

„Það er mjög erfitt að útskýra það," sagði Steini.

„Hún er að fá fínar stöður í leikjum en nær ekki að klára þær. Þegar þú ert kominn á hæsta stig þá verður þetta alltaf erfiðara og erfiðara. Þegar þú ert að spila á móti betri liðum þá fækkar í flestum tilfellum færum og opnunum sem þú ert að fá. Það er eitthvað sem þarf kannski að skoða með henni; stöðurnar sem hún er að fá eru oft á tíðum fínar en endapunkturinn hjá okkur er ekki að ná alla leið," sagði landsliðsþjálfarinn jafnframt.

Sveindís er klárlega okkar hættulegasti leikmaður en hefur eins og áður segir ekki alveg fundið taktinn á þessu Evrópumóti. Vonandi nær hún að sýna sitt rétta andlit gegn Noregi á morgun í lokaleik Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner
banner