Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tilboð frá Bournemouth - Chelsea vill 25 milljónir punda
Mynd: Chelsea
Bournemouth hefur lagt fram tilboð í Djordje Petrovic markmann Chelsea. Það er Sky Sports sem greinir frá.

Petrovic er sagður heitur fyrir verkefninu hjá Bournemouth og opinn fyrir því að fara þangað.

Upphæðin sem Bournemouth hefur boðið í Petrovic er ekki tekin fram en sagt er að Chelsea vilji fá 25 milljónir punda fyrir hinn 25 ára Serba.

Bournemouth er vongott um að fá leikmanninn en félagið var á síðasta tímabili með Kepa Arrizabalaga sem aðalmarkmann. Hann var á láni frá Chelsea en var á dögunum keyptur til Arsenal.

Petrovic lék á láni hjá Strasbourg á síðasta tímabili. Hann á að baki 31 leik með Chelsea en þeir komu tímabilið 2023/24.

Hann kom frá New England Revolution til Chelsea sumar í ágúst 2023 og þá var talað um 14 milljóna punda kaupverð. Petrovic á að baki sjö leiki fyrir serbneska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner