Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham nær samkomulagi við grannana - Stór biti á leiðinni
Mynd: EPA
Tottenham er búið að ná samkomulagi við West Ham um kaup á Mohammed Kudus og mun Tottenham greiða um 55 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.

Búist er við því að Kudus skrifi undir sex ára samning og læknisskoðunin er sögð byrja á morgun. Kudus er 24 ára landsliðsmaður Gana, spilar oftast á kantinum eða fyrir aftan framherjann. Í 80 leikjum fyrir West Ham hefur hann skorað 19 mörk og lagt upp 13.

Ef skiptin ganga í gegn verða þetta fyrstu félagaskipti á milli nágrannanna frá því að Scott Parker fór til Tottenham árið 2011.

Chelsea og Newcastle höfðu líka áhuga á Kudus sem virðist vera að fara til Tottenham.

Tottenham hefur áfram áhuga á Yoane Wissa, framherja Brentford.
Athugasemdir
banner
banner