Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Tottenham hafi áhuga á framherjanum Yoane Wissa hjá Brentford.
Brentford hefur verið látið vita af áhuga Spurs á þessum 28 ára leikmanni sem lék undir stjórn Thomas Frank, stjóra Tottenham, hjá Brentford.
Brentford hefur verið látið vita af áhuga Spurs á þessum 28 ára leikmanni sem lék undir stjórn Thomas Frank, stjóra Tottenham, hjá Brentford.
Heimildarmenn BBC segja að Wissa sé spenntur fyrir því að færa sig um set innan höfuðborgarinnar.
Wissa skoraði 20 mörk á síðasta tímabili en núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. Það er möguleiki á framlengingu um eitt ár.
Brentford vill ekki missa Wissa en félagið hefur þegar misst stjórann Frank, fyrirliðann Christian Nörgaard til Arsenal og markvörðrinn Mark Flekken til Bayer Leverkusen.
Þá gæti félagið misst Bryan Mbeumo til Manchester United.
Athugasemdir