Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 09. ágúst 2020 15:35
Aksentije Milisic
Liverpool að ganga frá kaupum á Kostas Tsimikas
Kostas í leik gegn Arsenal.
Kostas í leik gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að ganga frá kaupum á gríska landsliðsmanninum Kostas Tsimikas. Kaupverðið er talið vera tæpar 12 milljónir punda en hann mun koma til liðsins frá Olympiacos.

Tsimikas er 24 ára vinstri bakvörður og er hann ætlaður sem varaskeifa fyrir Andy Robertson. Talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun fljótlega eftir helgi og í kjölfarið skrifa undir samning.

Liverpool náði ekki samkomulagi við Norwich um kaup á hinum 22 ára gamla Jamal Lewis og því hefur liðið ákveðið að fá Tsimikas til liðsins.

Kostas Tsimikas spilaði 46 leiki fyrir Olympiakos á þessari leiktíð og skoraði sjö mörk. Þá á hann 3 leiki að baki fyrir gríska landsliðið.

Koma Kostas Tsimikas mun þýða að tími hins 19 ára Yasser Larouci hjá Liverpool sé liðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner