
Uni Arge lék með Leiftri 1998-99 og svo ÍA sumarið 2000. Á myndinni er hann að taka viðtal við Heimi Guðjónsson eftir að hann vann færeyska titilinn sem þjálfari HB.
Patrik Johannessen, leikmaður Keflavíkur, hefur átt gott fyrsta tímabil á Íslandi. Hann er 26 ára sóknarsinnaður miðjumaður og hefur skorað átta mörk í fimmtán leikjum í Bestu deildinni. Þá skoraði hann eitt mark í einum bikarleik og fimm mörk í þremur leikjum í Lengjubikarnum.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 2 Keflavík
Hann er færeyskur landsliðsmaður sem kom til Keflavíkur frá norska félaginu Egersund sem spilar í þriðju efstu deild í Noregi. Hann á að baki sextán landsleiki og hefur í þeim skorað eitt mark.
Hann skoraði sitt áttunda deildarmark í sumar í gær þegar hann kom Keflavík yfir gegn Leikni í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hann skoraði það með skalla eftir fyrirgjöf frá Nacho Heras. Hann þurfti svo að fara af velli í upphafi seinni hálfleiks vegna meiðsla.
Átta mörk á einu tímabili er jöfnun á færeysku meti Una Jógvansonar Arge sem skoraði tímabilið 1999 átta mörk fyrir Leiftur í efstu deild.
„Við missum Patrik út af strax í byrjun seinni hálfleiks og það riðlast aðeins hjá okkur og Leiknismenn komast meira inn í leikinn. Hann er frábær leikmaður, ég held að hann sé búinn að jafna metið yfir flest mörk frá færeyskum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Hann slær það vonandi í næsta leik á móti KR," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, í viðtali eftir leik.
„Hann byrjaði að stífna upp í kálfanum, hann fann aðeins í fyrri hálfleiknum að hann var að stífna upp og svo þegar hann kemur út á völl eftir hlé þá sá maður að hann var aðeins að haltra þegar hann var að hlaupa. Svo komst hann í skyndisókn og var einn á móti einum og þá fór þetta í kálfanum. Við eigum eftir að sjá hversu alvarlegt það er. Vonandi nær hann sér fljótt," bætti Siggi Raggi við.
Athugasemdir