Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 09. ágúst 2024 23:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
„Þetta er alveg ótrúlega sárt"
Lengjudeildin
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar.
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara sárt, mjög sárt," sagði Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar, eftir 1-0 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var leikur sem við þurftum að vinna. Þetta er bara mjög sárt, það er það eina sem ég get sagt."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

Hvað fór úrskeiðis í dag?

„Við gerðum ekki 'basic' atriðin; við töpuðum baráttunni og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við réðum bara illa við þá. Þetta var aðeins skárra í seinni en heilt yfir gerðum við ekki nóg til að fá eitthvað úr leiknum."

„Við vorum bara langt undir getu í dag. Við verðum bara að rífa okkur upp og vinna næsta leik."

„Grasið var ekki að bjóða upp á mikinn fótbolta, eins og margir aðrir grasvellir svo sem. Þetta var ekki okkar dagur."

Þróttarar, sem höfðu ekki tapað í sex leikjum í röð fyrir leikinn í dag, hefðu heldur betur getað stimplað sig inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni með sigri í dag. „Það var extra svekkjandi að tapa í dag. Maður var svolítið búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þetta er alveg ótrúlega sárt. Við verðum að rífa okkur í gang."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner