„Þetta er bara sárt, mjög sárt," sagði Eiríkur Þorsteinsson Blöndal, fyrirliði Þróttar, eftir 1-0 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.
„Þetta var leikur sem við þurftum að vinna. Þetta er bara mjög sárt, það er það eina sem ég get sagt."
„Þetta var leikur sem við þurftum að vinna. Þetta er bara mjög sárt, það er það eina sem ég get sagt."
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Þróttur R.
Hvað fór úrskeiðis í dag?
„Við gerðum ekki 'basic' atriðin; við töpuðum baráttunni og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við réðum bara illa við þá. Þetta var aðeins skárra í seinni en heilt yfir gerðum við ekki nóg til að fá eitthvað úr leiknum."
„Við vorum bara langt undir getu í dag. Við verðum bara að rífa okkur upp og vinna næsta leik."
„Grasið var ekki að bjóða upp á mikinn fótbolta, eins og margir aðrir grasvellir svo sem. Þetta var ekki okkar dagur."
Þróttarar, sem höfðu ekki tapað í sex leikjum í röð fyrir leikinn í dag, hefðu heldur betur getað stimplað sig inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni með sigri í dag. „Það var extra svekkjandi að tapa í dag. Maður var svolítið búinn að gleyma þessari tilfinningu. Þetta er alveg ótrúlega sárt. Við verðum að rífa okkur í gang."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir