Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
banner
   mán 09. september 2013 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Birkir Bjarna: Vorum heppnir að fá þrjú stig í Albaníu
Birkir hefur verið magnaður í undankeppni HM 2014.
Birkir hefur verið magnaður í undankeppni HM 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, segir að leikmenn liðsins séu byrjaðir að einbeita sér að viðureigninni gegn Albaníu í undankeppni HM 2014 eftir svakalegan leik gegn Sviss.

Ísland lenti 4-1 undir í Bern en sýndi gríðarlegan karakter í seinni hálfleik og jafnaði metin í 4-4, sem urðu lokatölur.

„Þetta var rosalegur leikur, en ég held að allir séu byrjaðir að einbeita sér að næsta leik,“ sagði Birkir við Fótbolta.net.

„Við sýndum alveg frábæran karakter og sýnum að við getum haldið út alveg í 90 mínútur. Þetta var bara frábær leikur.“

Birkir segir að alls ekki sé hægt að bóka þrjú stig gegn Albaníu en hefur þó fulla trú á að Ísland geti unnið.

„Þetta er mjög sterkt lið og við sáum það alveg í síðasta leik úti, og ég held að við höfum kannski verið smá heppnir að fá þrjú stig. Við verðum að einbeita okkur í 90 mínútur og vita að þetta verður erfiður leikur.“

„Ég held að allir geti unnið alla, nema ef maður er einbeittur í 90 mínútur á maður að hafa mikinn séns.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner