Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 09. september 2021 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander Aron: Hjálpaði að spila við KR
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson, þjálfari kvennaliðs Aftureldingar, var hæstánægður eftir frábæran 4-0 sigur í úrslitaleik við FH um sæti í efstu deild kvenna á næsta ári.

Staðan var markalaus þar til á 69. mínútu þegar flóðgáttirnar opnuðust og Afturelding setti fjögur mörk á fimmtán mínútum.

„Stuðningurinn sem við fengum hérna í Mosó í dag, þetta var ógleymanleg stund fyrir stelpurnar að hafa upplifað svona fótboltaleik," sagði Alexander Aron eftir sigurinn og segir að reynslan eftir stórleikinn gegn KR hafi hjálpað að stilla spennustig leikmanna.

„Það sem hjálpaði okkur mikið var að við áttum KR í þriðja síðasta leik og það mættu 500 manns. Þannig stelpurnar voru orðnar aðeins vanar þessari pressu og þessum látum. Svo hittum við Jóhann Inga sálfræðing í gær og hann hjálpaði hópnum mikið."

Alexander telur góða liðsheild og jákvæðni vera leyndarmálið á bak við góðan árangur Aftureldingar í sumar og verður spennandi að fylgjast með liðinu í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner