Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fim 09. september 2021 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander Aron: Hjálpaði að spila við KR
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson, þjálfari kvennaliðs Aftureldingar, var hæstánægður eftir frábæran 4-0 sigur í úrslitaleik við FH um sæti í efstu deild kvenna á næsta ári.

Staðan var markalaus þar til á 69. mínútu þegar flóðgáttirnar opnuðust og Afturelding setti fjögur mörk á fimmtán mínútum.

„Stuðningurinn sem við fengum hérna í Mosó í dag, þetta var ógleymanleg stund fyrir stelpurnar að hafa upplifað svona fótboltaleik," sagði Alexander Aron eftir sigurinn og segir að reynslan eftir stórleikinn gegn KR hafi hjálpað að stilla spennustig leikmanna.

„Það sem hjálpaði okkur mikið var að við áttum KR í þriðja síðasta leik og það mættu 500 manns. Þannig stelpurnar voru orðnar aðeins vanar þessari pressu og þessum látum. Svo hittum við Jóhann Inga sálfræðing í gær og hann hjálpaði hópnum mikið."

Alexander telur góða liðsheild og jákvæðni vera leyndarmálið á bak við góðan árangur Aftureldingar í sumar og verður spennandi að fylgjast með liðinu í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir