Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 09. september 2021 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander Aron: Hjálpaði að spila við KR
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson, þjálfari kvennaliðs Aftureldingar, var hæstánægður eftir frábæran 4-0 sigur í úrslitaleik við FH um sæti í efstu deild kvenna á næsta ári.

Staðan var markalaus þar til á 69. mínútu þegar flóðgáttirnar opnuðust og Afturelding setti fjögur mörk á fimmtán mínútum.

„Stuðningurinn sem við fengum hérna í Mosó í dag, þetta var ógleymanleg stund fyrir stelpurnar að hafa upplifað svona fótboltaleik," sagði Alexander Aron eftir sigurinn og segir að reynslan eftir stórleikinn gegn KR hafi hjálpað að stilla spennustig leikmanna.

„Það sem hjálpaði okkur mikið var að við áttum KR í þriðja síðasta leik og það mættu 500 manns. Þannig stelpurnar voru orðnar aðeins vanar þessari pressu og þessum látum. Svo hittum við Jóhann Inga sálfræðing í gær og hann hjálpaði hópnum mikið."

Alexander telur góða liðsheild og jákvæðni vera leyndarmálið á bak við góðan árangur Aftureldingar í sumar og verður spennandi að fylgjast með liðinu í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner