Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   fim 09. september 2021 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander Aron: Hjálpaði að spila við KR
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson, þjálfari kvennaliðs Aftureldingar, var hæstánægður eftir frábæran 4-0 sigur í úrslitaleik við FH um sæti í efstu deild kvenna á næsta ári.

Staðan var markalaus þar til á 69. mínútu þegar flóðgáttirnar opnuðust og Afturelding setti fjögur mörk á fimmtán mínútum.

„Stuðningurinn sem við fengum hérna í Mosó í dag, þetta var ógleymanleg stund fyrir stelpurnar að hafa upplifað svona fótboltaleik," sagði Alexander Aron eftir sigurinn og segir að reynslan eftir stórleikinn gegn KR hafi hjálpað að stilla spennustig leikmanna.

„Það sem hjálpaði okkur mikið var að við áttum KR í þriðja síðasta leik og það mættu 500 manns. Þannig stelpurnar voru orðnar aðeins vanar þessari pressu og þessum látum. Svo hittum við Jóhann Inga sálfræðing í gær og hann hjálpaði hópnum mikið."

Alexander telur góða liðsheild og jákvæðni vera leyndarmálið á bak við góðan árangur Aftureldingar í sumar og verður spennandi að fylgjast með liðinu í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner