Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   mán 09. september 2024 20:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Tyrkir náðu aftur forystunni - „Algjört töframark"
Icelandair
Mynd: EPA

Kerem Akturkoglu er að gera Íslendingum lífið leitt í kvöld en hann skoraði annað mark Tyrkja og annað mark sitt snemma í seinni hálfleik.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Hann kom Tyrkjum yfir snemma leiks en Guðlaugur Victor Pálsson jafnaði metin eftir horrnspyrnu.

Hann kom síðan Tyrkjum aftur yfir með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig.

„Var að sjá endursýningu af markinu. Gulli Victor missir aðeins af honum en það er lítið hægt að gera í þessu held ég annars. Algjört töframark," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í textalýsingu Fótbolta.net.

Tyrkir komu boltanum í þriðja sinn í netið stuttu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner