
Ísak Bergmann Jóhannesson var stórkostlegur í síðasta landsleik gegn Aserbaídsjan. Hann hefur verið að taka stærra hlutverk í liðinu eftir að hafa beðið þolinmóður eftir sínu tækifæri.
Ísak var barnastjarna þegar hann var að koma upp hjá sænska félaginu Norrköping. Var orðaður við stærstu félög Evrópu eins og Manchester United og Real Madrid. Hann fór til FC Kaupmannahafnar en fann sig ekki þar, en núna er hann að blómstra í Þýskalandi og á sama tíma með landsliðinu.
Ísak var barnastjarna þegar hann var að koma upp hjá sænska félaginu Norrköping. Var orðaður við stærstu félög Evrópu eins og Manchester United og Real Madrid. Hann fór til FC Kaupmannahafnar en fann sig ekki þar, en núna er hann að blómstra í Þýskalandi og á sama tíma með landsliðinu.
„Undanfarið er Ísak Bergmann að stíga rosalega upp," sagði Valur Gunnarsson í útvarpsþættinum.
„Það er smá Arons Einars týpa í þessu. Ekki sami stoppari en hann er að stýra mönnum í kringum sig, er að kalla þá til, veit hvernig á að brjóta línur í sendingum og hægja á spilinu. Ég held að hann sé mikilvægur faktor í því sem við erum að fara að gera áfram. Hann er með svo góða stjórn á miðjunni."
„Ég held að þetta verði okkar mikilvægasti leikmaður á næstu árum, ég gæti trúað því," sagði Valur jafnframt.
Ísak hefur þurft að harka í atvinnumennskunni.
„Hann er búinn að vera að 'trenda' upp á við í 18 mánuði. Talandi um að vera með Skagagen og ekki bara einhver Skagagen, þessi gen. Hann kom sér inn í liðið hjá Düsseldorf og kom þeim nánast upp sem einn þeirra besti maður. Svo hversu mikið 'Skagaattitude' að fara í erkifjendurna? 'Ekki hafa áhyggjur af mér'," sagði Tómas Þór Þórðarson en Ísak er mjög þroskaður innan sem utan vallar.
Athugasemdir