Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak: Þeir hafa tekið mér vel eftir það sem gerðist í sumar
Icelandair
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson gekk til liiðs við Köln frá Dusseldorf í sumar. Köln er nýliði í efstu deild og hefur unnið báða leikina sína til þessa.

Ísak ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í París en liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Frakklandi í 2. umferð í undankeppni HM eftir frábæran 5-0 sigur á Aserbaísjan á Laugardalsvelli fyrir helgi.

„Við erum að vinna mikið með svipað og Arnar (Gunnlaugsson) þannig það hentar mér mjög vel komandi inn í landsliðið. Að spila í Bundesligunni er draumur, að spila í topp fimm deild er draumur."

Köln og Dusseldorf eru miklir erkifjendur en stuðningsmenn Dusseldorf voru brjálaðir þegar Ísak yfirgaf félagið.

„Ég er búinn að koma mér vel fyrir, mér líður vel inn á vellinum og utan vallar eftir þetta sem gerðist í sumar með skiptin. Mér líður ótrúlega vel núna og er spenntur fyrir framhaldinu."

Stuðningsmenn Köln hafa tekið vel á móti honum.

„Ef þú stendur þig inn á vellinum er þeim alveg sama. Þeir eru búnir að taka mér vel síðustu tvo leiki, við erum búnir að vinna fyrstu tvo leikina í Bundesligunni og komast áfram í bikar þar sem ég skoraði sigurmarkið. Þeir eru búnir að taka mér mjög vel eftir það sem gerðist í sumar,"

Ísak gekk til liðs við Dusseldorf frá FC Kaupmannahöfn árið 2023, fyrst á láni, en hann hafði verið hjá danska liðinu frá 2021.

„Auðvitað var þetta erfitt í FCK þar sem ég fékk ekki að spila mína stöðu. Svo fer ég til Dusseldorf og ég er mjög þakklátur þeim. Ég spilaði meira miðsvæðis. Ég er búinn að bæta mig og treysta ferlinu og er á góðum stað núna."
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
Athugasemdir
banner