Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Erfitt verkefni í París
Icelandair
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Ísland á erfitt verkefni fyrir höndum gegn Frakklandi í París í 2. umferð í undankeppni HM i kvöld.

Ísland hóf undankeppnina af krafti með öruggum 5-0 sigri gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið en það er ljóst að Ísland mun þurfa að spila sinn allra besta leik í kvöld til að ná í úrslit.

Frakkar hófu keppnina með 2-0 sigri á Úkraínu en Ísland mun að öllum líkindum keppa við Úkraínu um 2. sætið í riðlinum.

Ísland var með Frakklandi í riðli í undankeppninni fyrir EM 2020 þar sem Frakkar unnu báða leikina, 4-0 í París og 1-0 á Laugardalsvelli.

þriðjudagur 9. september
18:45 Frakkland-Ísland (Parc des Princes)

Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ísland 1 1 0 0 5 - 0 +5 3
2.    Frakkland 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
3.    Úkraína 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
4.    Aserbaísjan 1 0 0 1 0 - 5 -5 0
Athugasemdir
banner