Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóan Símun orðinn sá leikjahæsti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyjar unnu Gíbraltar 1-0 í undankeppni HM í gær. Martin Agnarsson, leikmaður Aarhus Fremad í Danmörku, skoraði markið.

Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings, var í byrjunarliði Færeyinga. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður KA, kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik og bætti met í leiðinni.

Hann spilaði sinn 97. landsleik en hann er orðinn leikjahæsti landsliðsmaður Færeyinga.

Hann bætti met Fróða Benjaminsen. Fróði þekkir til Íslands en hann spilaði 18 leiki með Fram sumarið 2014. Hann er orðinn 47 ára gamall en hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2017.

Jóan Símun lék sinn fyrsta landsleik árið 2009 en hann hefur skorað 8 mörk. Klæmint Olsen, fyrrum leikmaður Breiðabliks, er markahæstur í sögu Færeyja ásamt Rógva Jacobsen, sem lék með KR 2005 og 2006.
Athugasemdir