Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 14:58
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið U21: Þrjár breytingar frá tapinu gegn Færeyjum
Jóhannes Kristinn Bjarnason er á sínum stað í liði Íslands
Jóhannes Kristinn Bjarnason er á sínum stað í liði Íslands
Mynd: Hrefna Morthens
Íslenska U-21 landsliðið er nú statt í Tallinn í Eistlandi þar sem framundan er leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM U-21 árs liða. Liðið undir stjórns Ólafs Inga Skúlasonar mátti þola sárt tap gegn Færeyjum síðastliðinn fimmtudag og er eflaust hungrað í að sýna aðra og betri hlið á sér í leik dagsins en gegn Færeyjum. Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað og má sjá hér að neðan.

Ólafur Ingi Skúlason gerir þrjár breytingar á liðinu sem beið lægri hlut gegn Færeyjum á dögunum. Logi Hrafn Róbertsson, Nóel Atli Arnórsson og Helgi Fróði Ingason fá sér sæti á varamannabekknum. Inn í liðið i þeirra staða koma þeir Júlíus Mar Júlíusson, Baldur Kári Helgason og Róbert Frosti Þorkelsson.



Byrjunarlið Íslands
1. Lúkas Petersson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
5. Hlynur Freyr Karlsson
6. Baldur Kári Helgason
7. Ágúst Orri Þorsteinsson
9. Benoný Breki Andrésson
10. Eggert Aron Guðmundsson
11. Hilmir Rafn Mikaelsson
17. Jóhannes Kristinn Bjarnason
18. Kjartan Már Kjartansson
19. Róbert Frosti Þorkelsson
Athugasemdir
banner