Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mathys Tel auðvitað sár
Tel í leik með Tottenham.
Tel í leik með Tottenham.
Mynd: EPA
Mathys Tel segir að það hafi auðvitað verið sárt þegar hann frétti það að hann væri ekki í Meistaradeildarhóp Tottenham.

Thomas Frank, stjóri Spurs, er búinn að velja 22-manna leikmannahóp Tottenham sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í haust og vantar ýmsa mikilvæga leikmenn í hópinn. Tel er ekki í hópnum.

Tel var keyptur frá Bayern München í sumar en hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Frank hingað til.

„Þetta er klárlega sárt," segir Tel um ákvörðunina að skilja sig eftir utan hóps.

„Ég hef unnið mikið í andlega þættinum og reyni að vera jákvæður. Auðvitað eru þetta vonbrigði en þetta er ákvörðun þjálfarans. Ég verð bara að virða hana og koma sterkur til baka."
Athugasemdir
banner
banner