Gennaro stýrði Ítalíu í fyrsta sinn á dögunum þegar liðið vann Eistland 5-0.
Ítalía skoraði aftur fimm mörk í kvöld en liðið var í vandræðum varnarlega gegn Ísrael en leiknum lauk með 5-4 sigri Ítalíu.
Ítalía skoraði aftur fimm mörk í kvöld en liðið var í vandræðum varnarlega gegn Ísrael en leiknum lauk með 5-4 sigri Ítalíu.
„Þetta er klikkaðasti leikur sem ég hef tekið þátt í sem þjálfari, þetta er mér að kenna ekki ekki leikmönnunum. Ef við viljum spila á ákveðinn hátt verðum við að vera betri í því," sagði Gattuso.
„Við vorum klikkaðir að sækja svona á þá, það er það sem Ísarel var að bíða eftir. Þeir refsuðu okkur á skyndisóknum í hvert skipti. Við hefðum getað varist neðar á vellinum þegar við komumst yfir."
„Þeir komu okkur svolítið á óvart að verjast maður á mann frá upphafi en við sköpuðum okkur eitthvað í hvert skipti. Við vorum ekki skarpir, Það er óhjákvæmilegt eftir annan leikinn á stuttum tíma og við þurfum að vinna í því."
Athugasemdir