Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alonso ekki lengi að ná í fyrstu verðlaunin
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Xabi Alonso var ekki lengi að ná í sín fyrstu verðlaun í þjálfaratíð sinni með Real Madrid.

Alonso var valinn þjálfari mánaðarins í spænsku úrvalsdeildinni fyrir ágúst.

Real Madrid hefur byrjað tímabilið frábærlega og er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Hann var verðlaunaður fyrir þessa flottu byrjun en Madrídarstórveldið vann sigra gegn Osasuna, Real Oviedo og Mallorca.

Alonso tók við Real Madrid í sumar eftir að hafa gert flotta hluti með Bayer Leverkusen.
Athugasemdir