Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kasper Hjulmand tekur við Leverkusen (Staðfest)
Kasper Hjulmand.
Kasper Hjulmand.
Mynd: EPA
Kasper Hjulmand hefur verið ráðinn nýr stjóri þýska félagsins Bayer Leverkusen. Hann tekur við starfinu af Erik ten Hag.

Leverkusen staðfesti ráðningu hans í dag en hann skrifar undir samning sem gildir til sumarsins 2027.

„Það er heiður að vera treyst fyrir þessu liði," segir Hjulmand.

Ten Hag tók við Leverkusen síðasta sumar en var rekinn eftir aðeins tvo leiki. Hollendingurinn, sem stýrði áður Manchester United, var ósáttur við brottreksturinn.

Hann er fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur en hætti þar í fyrra. Hjulmand var þar áður þjálfari Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en hann þekkir einnig til í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Mainz í nokkra mánuði milli 2014 og 2015.
Athugasemdir
banner
banner