Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   mán 08. september 2025 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nuno rekinn frá Nottingham Forest (Staðfest)
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo hefur verið rekinn sem stjóri Nottingham Forest samkvæmt heimildum Sky Sports.

Espirito Santo sagði í síðasta mánuði að samband hans og Evangelos Marinakis, eiganda Nottingham Forest, hafi ekki verið eins gott og á síðustu leiktíð.

Það fór öfugt ofan í félagið sem hefur orðið til þess að hann hefur fengið sparkið.

Espirito Santo skrifaði undir nýjan samning í sumar eftir að hafa stýrt Forest í Evrópudeildina eftir að liðið hafnaði í 7. sæti á síðustu leiktíð. Hann tók við liðinu í desember árið 2023.

Nottingham Forest er með fjögur stig eftir þrjár umferðir en næsti leikur liðsins er útileikur gegn Arsenal. Síðasti leikur Espirito Santo var 3-0 tap gegn West Ham 31. ágúst.

Uppfært kl 23:21

Nottingham Forest hefur staðfest tíðindin.

„Nottingham Forest FC staðfestir, að eftir atburði undanfarinna daga, að Nuno Espirito Santo hefur verið látinn taka pokann sinn. Félagið þakkar honum fyrir starfið sitt hér á The City Ground, sérstaklega tímabilið 2024-25 sem verður að eilífu minnst með hlýju í sögu félagsins," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir