Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mán 08. september 2025 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið gerði jafntefli gegn Eistlandi ytra í undankeppni EM 2027 í dag. Fótbolti.net ræddi við Ólaf Inga Skúlason, þjálfara liðsins, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Eistland U21 1 -  1 Ísland U21

„Miðað við hvernig staðan var á 37. mínútu þegar við fáum rauða spjaldið og fáum mark á okkur í kjölfarið úr aukaspyrnu þá er ég nokkuð sáttur," sagði Ólafur Ingi.

Þrátt fyrir að vera manni færri var Ísland með yfirhöndina í seinini hálfleik, liðið náði að jafna metin og hefði hæglega getað skorað sigurmarkið.

„Á sama tíma var þetta algjörlega ótrúleg frammistaða hjá strákunum í síðari hálfleik. Við erum einum færri og þeir komast varla yfir miðju. Við fáum tækifæri undir lokin til að klára þetta. Af því leytinu til er ég svekktur fyrir okkar hönd því mér fannst við eiga meira skilið og við vorum algjörlega frábærir í dag."

„Menn voru orðnir þreyttir og markmaðurinn þeirra á algjörlega frábæran leik, ver frá Hinrik og Benó undir lokin og heldur þeim inn í þessu. Þeir áttu ekki breik í okkur í seinni hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af frammistöðunni og stoltur af strákunum hvað þeir lögðu mikið í þetta."

„Tók okkur smá tíma að komast í takt við þetta, fáum á okkur færi eftir 10-15 mínútur. Mér fannst það vera það sem olli því að við stigum upp. Mér fannst við vera betri aðilinn frá því augnabliki og fram að þessu seinna gula spjaldi sem var fyrir mér glórulaus dómur," sagði Ólafur Ingi um fyrri hálfleikinn.

Júlíus Mar Júlíusson var rekinn af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir litlar sakir.

„Mér finnst þetta vera 'soft' á þessu getustigi. Þetta eru tvö brot, annað úti við hliðarlínu og svo er þetta eitthvað klafs. Mér fannst þetta persónulega ekki neitt,"

Mark Eista kom úr aukaspyrnu. Lúkas Petersson, markvörður Íslands, var í boltanum en náði ekki að halda honum réttu megin við línuna.

„Ef Lúkas hefði getað tekið það þá hefði hann tekið það. Hann er algjörlega frábær markmaður. Ég á eftir að skoða þetta aðeins betur, ég vona að strákarnir hafi hoppað í veggnum annars læt ég þá heyra það fyrir það."

Ísland er aðeins með eitt stig eftir tvo leiki en liðið tapaði gegn Færeyjum í fyrstu umferð. Ólafur Ingi er ekki búinn að leggja árar í bát.

„Við erum ekki þar. Auðvitað ætluðum við að vera með fleiri stig eftir þessa tvo leiki. Stundum þróast þetta í þessa átt, auðvitað er það ólíklegra. Eins og við sýndum í seinni hálfleik þá erum við ótrúlega öflugt og gott lið. Við eigum ennþá töluvert inni. Við erum pínu óheppnir núna, þau færi sem önnur lið eru að skapa gegn okkur eru gjafir frá okkur. Við þurfum að þurrka það upp. Það eru allir svekktir að við séum ekki með fleiri stig en við getum unnið hvaða lið sem er."
Athugasemdir
banner