
Í næsta mánuði spilar íslenska kvennalandsliðið mikilvæga leiki við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Ísland þarf að vinna þetta einvígi til að halda sér í A-deild og eiga þannig betri möguleika á að komast inn á HM 2027.
Ásmundur Haraldsson hætti sem aðstoðarþjálfari landsliðsins eftir EM í sumar og Ólafur Pétursson hætti sem markvarðarþjálfari. Báðir höfðu þeir starfað lengi með Þorsteini Halldórssyni sem er áfram landsliðsþjálfari.
Ásmundur Haraldsson hætti sem aðstoðarþjálfari landsliðsins eftir EM í sumar og Ólafur Pétursson hætti sem markvarðarþjálfari. Báðir höfðu þeir starfað lengi með Þorsteini Halldórssyni sem er áfram landsliðsþjálfari.
Það er enn óvíst hvaða aðilar taka við þessum störfum.
„Þetta er allt í vinnslu og verið að skoða málið frá öllum hliðum. Ekkert í hendi ennþá en skýrist vonandi fljótlega," segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, við Fótbolta.net.
Einnig er verið að leita að þjálfara fyrir U19 landslið kvenna en sú staða var nýverið auglýst á vef KSÍ.
Nokkuð öruggur um að hún verði áfram
Rætt var um það í Uppbótartímanum á Fótbolta.net að Edda Garðarsdóttir væri góður kostur í starfið. Hún er í dag aðstoðarþjálfari Breiðabliks en Nik Chamberlain, þjálfari Blika, var spurður út í Eddu fyrir bikarúrslitaleikinn í síðasta mánuði. Þá sagði hann:
„Ef það er rétti tíminn og Edda vill fara, þá getur hún farið. Ég er ekki hræddur um að hún sé að fara á þessum tímapunkti. Edda gerir það sem hún vil og ég styð hana í öllu sem hún gerir. Ég er nokkuð öruggur um að hún verði áfram með okkur."
Nik hefur unnið með Eddu í mörg ár hjá bæði Þrótti og Breiðabliki.
„Það hefur verið frábært að vinna með henni. Þetta er samband sem virkar mjög vel. Við höfum bæði álit á hlutunum og erum ekki hrædd við að særa tilfinningar hvors annars. Við ýtum hvort öðru áfram og höldum hvort öðru á tánum sem er mikilvægt í þeim árangri sem við höfum náð," sagði Nik.
Athugasemdir